þriðjudagur, mars 1

 

Ég er KRABBI

"Krabbar eru oft búlduleitir og fölir, eins og plánetan þeirra, Tunglið."
ÉG er víst að reyna að losna við þennann fölleika og skreppa í ljós.

"Þeir reyna að klæða sig eins og tíðkast í umhverfi þeirra, en fylgjast samt illa með tískunni og velja oft saman óheppilegar flíkur eða föt sem komin eru úr tísku."
NETABOLIR ERU KÚL

"Krabbinn er trygglyndur, tilfinninganæmur og viðkvæmur og vill vernda aðra og hlú að þeim."
Get varla neitað neinu af þessu svosem.

"Krabbar eru miklir fjölskyldumenn og líður yfirleitt best heima, innan um ættingja og nána vini."
Þetta er nú alveg frekar satt held ég.


"Þeir eru fúsir að hlusta á vandamál annarra, gefa góð ráð og miðla af reynslu sinni, en þeir eru líka auðsærðir og spéhræddir og gleyma aldrei því sem gert er á hluta þeirra."
Ég er klárlega mjög spéhræddur, en ég gleymi sjaldan því sem að fólk gerir mér eða gleymi ekkert rosalega miklu bara mikilvægum hlutum.


"Krabbinn býr yfir miklu innsæi og djúpum tilfinningum en honum hættir til tortryggni og drottnunargirni og öðrum finnst oft að hann sé að kæfa þá með tilfinningum."
Jáh örugglega frekar satt.

"Viðskipti eiga vel við Krabbann, einkum lítil fyrirtæki og þá gjarnan fjölskyldufyrirtæki, en Krabbinn er líka hrifinn af góðum mat og matargerð, svo honum lætur ágætlega að reka veitingahús."
Ég verð nú bara svangur við að lesa þetta.

"Kröbbum hættir til að hafa óþarfa áhyggjur af öllu milli himins og jarðar, og þeir þurfa að læra að gera greinarmun á því og eðlilegri varkárni, svo lífið verði þeim ekki of þungbært."
Já, held að þetta sé satt og að ég sé alveg búinn að læra frekar mikið að gera svona greinarmun.








<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?