þriðjudagur, janúar 18

 

Heilbrigð skynsemi

Núna ætla ég að vera stuttorður þar sem að ég má ekki mæta of þreyttur í Íslensku í fyrramálið þar sem að ég þarf að þykjast hafa lært.

Hef ekkert að segja núna um fortíðina né framtíðina, og varla nútíðina.

Já, núna legg ég upp með það að skrifa þannig að sem flestir skilji ekki bara þeir sem að "skilji Aronísku".

Svo að here goes, skólinn er frábær fyrir utan það að ég fæ varla neitt að chilla og hangsa. Ég er bara í bóklegum áföngum, næstum því bara tungumál íslenska, enska, þýska, stærðfræði og að lokum saga. Það er ekki neitt slæmt um þessa áfanga að segja nema kanski að íslenska 212 er án efa með leiðinlegri áföngum sem hafa verið fundnir upp, annars er þetta bara fínt jú og síðan er þýska bara rugl og bull en það er fyndið og skemtilegt síðan er líka gott útsýni.


Úr skólanum yfir í ömmu og afa, þau eru hress og kát sé annars lítið af þeim núna er svo mikið fjarverandi. Afi blessaður kallinn er alveg að fara yfir um að búa til meintar stelpur sem að ég á að hafa verið með nöfn eins og "Jórunn" og "Kýrunnur" skoppa útur munninum á honum og hann tjáir mér að þær hafi hringt hingað heim. Það er magnað kannast ekki við neina sem að heitir Kýrunnur en ef að þú ert aðdándi komdu bara og spjallaðu við mig og þá reddast allt, ekki trúa afa það er ekki allt satt sem að hann segir. Yfir í ömmu hún er hress og kát alltaf úti að moka snjóinn blessaðann en það nær alltaf að snjóa það mikið að það sést ekki að hún hafi mokað snjóinn burt.


Um daginn var ég á leiðinni út þegar að amma kippir í mig og biður mig um að klifra uppá þak í brjáluðu veðri því að það var allt frosið í þakrennunni, ég er nú frekar tvístíga en get ekki neitað ömmu gömlu tek mér garðslönguna í hönd og bröslast uppá þak þar stend ég í 30 m/s og bara er heppinn að hafa lifað af, en já bræði klakann blessaðann og allt varð gott.


Síðan já verð að segja frá áráttunni hans afa hún er bara fyndin. Sagan hefst þannig að það eru frekar mörg ljós í húsinu allt svona 20 stök ljós í stofunni og það er alltaf perur að springa, og afi er engan vegin sáttur með að vera með sprungna peru ekki einu sinni þó að það sé bara kveikt einu sinni á þessum ljósum og það í desember. Afi kallinn tjékkar nefnilega einu sinni á dag á öllum ljósunum sem eru bara notuð um jólin bara til öryggis. En þetta er allt gaman og gott af því að segja.


Ég hef verið að leika mér að djöflinum núna í 2 eða 3 daga *SATAN* hefur komist inní mig, allavega er tölvuleikurinn Counter Strike installaður á tölvuna mína og ég get engan vegin staðist freystinguna ef að ég hef ekki eitthvað annað að gera. Núna í dag gat ég sleppt þessu á meðan ég horfði á tvo ferska Joey þætti en síðan eftir þá bara skellti ég mér og var í 3 tíma eða eitthvað rugl þá varð ég hræddur og ákvað að fara bara að sofa til þess að halda mér frá þessum blessaða djöfli.


Útfrá því þá hringdi Björgvin í mig núna í kvöld þar sem að ég lá sofandi, Björgvin sá heiðursnemandi sem að hann er þá talaði hann bara þýsku í símann og ég nývaknaður skildi ekki neitt svaraði og þá kom "Guten aben" ég svara að íslenskum sið og segji halló þá fæ ég eitthvað svar sem að ég skildi ekki og þar sem að ég var nývaknaður og alveg útur heiminum fattaði ég ekkert hver þetta var og svona stoppaði í smá stund til þess að hugsa hvort þetta væri draumur eða eitthvað, hugsanlega einhver þýskur gaur að hringja í mig til þess að bjóðast til þess að gefa mér einhvern af þessum BMWum sem að ég nefndi þarna að neðan.






Svona til þess að útskýra fyrir einhverjum þá eru þetta E21 og E34 hér fyrir neðan.




<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?