þriðjudagur, janúar 18

 

Björgvin

Já, held að þú sért að reyna að bögga mig eða eitthvað með þessu svari þínu


"nei Aron!!! þetta er vissulega E34 en hitt er greinilega E24... Sjáðu bara hauspúðana aftur í... þeir voru ekkert svona í þessu módeli... og ef þú skoðar dekkinn sérðu að þau eru ekkert 15" þau eru 16" og E21 er ekkert framleiddir með 16"

Aron... ég hélt þú vissir þetta"

En af mikilli yfirvegun og stillingu ætla ég að sýna þér muninn á E21 og E24

E21 er þristur, framleiddur seint á áttunda áratugnum og eitthvað fram á þann níunda ef að ég man rétt þá er E21 fyrsti þristurinn. Og samkvæmt Björgvini er ekki hægt að setja stærri felgur undir bíla, ef að mér skjátlast ekki þá eru þetta Alpina felgur og ég mundi nú halda að þær væru 15" eða jafnvel minni. Ég gæti skrifað fullt meira bara nenni því ekki þar sem að ég veit að ég get ekki haft rangt fyrir mér um að þetta sér E24 en ekki E21.



E24 er sexa, sem var líka framleidd á svipuðum tíma nema bara lengur. Þetta er mun stærri bíll en litli þristurinn. Hann er bara fjögura sæta og er bara allt annar bíll. Allavega er allt þetta rugl alveg útur kortinu og einungis til þess gert að eyða tíma mínum í eitthvað tilgangslaust.

Og já þetta eru alveg stolnar myndir og ég biðst afsökunar, en þetta eru svo fallegir bílar að ég bara get ekki neitað mér um það.



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?