miðvikudagur, desember 1

 

Útlitið mitt

Já, þar sem að ég var kosinn mesti metro sexualinn á síðunni hjá hjalta ---->

Þá hef ég ákveðið að ég ætla að taka þessum titli hress og hér eftir ætla ég að byrja að nota allskonar krem og snyrtivörur, já hætta að klippa á mér hárið sjálfur og jafnvel fara að stunda ljósabekkina.

Margir mundu segja þetta vera að skipta svolítið um skoðun þar sem að ég hef hugsanlega predikað aðeins of mikið á móti notkunar krema, varasalva og ljósabekkja en málið er að ég er bara ÉG og þetta er fyrir mig voðalega litið sem að ég get gert í því. Ég er búinn að reyna að vera að berjast á móti þessu í langan langan tíma en núna bara gengur þetta ekki lengur og ég ætla mér að vera THA SHIT í því að vera metró.

Já, á erfitt með að ákveða hvort ég haldi síddinni á hárinu eða stytti það og fari yfir í milli sídd eða bara jafnvel stutt já eða safni meira og verði með sítt hár.


OG Vúhú það verður líklegast í Janúar sem að ég fer í hina rómuðu fótsnyrtingu sem að er búin að vera á dagskránni núna í 2 ár.

Þó að ég ætli að gera þetta allt ætla ég ekki að verða að meiri kvennmanni en ég er, ég ætla að vera harður gaur eða allavega að hluta til já en allavega ætla ég að lengja 10 sekúndna regluna uppí 10 daga reglu, semsagt það er í lagi að éta hluti uppaf gólfinu eftir 10 daga....

Já, ég ætla samt ekki að verða harður í slagsmálum þar sem að þær eru ófáar stelpurnar sem að geta lamið mig. Ég tel mig vera skemmdann eftir það þegar að ég var í sveit og var þar barinn af stúlkum annan hvern dag.

blikk blikk

svakalegt, já ég ætla líka að byrja að vinna! Já þið heyrðuð rétt ARON AÐ VINNA!!!
Held að eina vitið sé að hætta að vera aumingji og það kostar að bera á sig krem svo að ég þarf víst að vinna, góðar uppástungur eru vel þegnar.

Síðan er aldrei að vita að ef að ég hef ennþá tíma þá ætli maður að stunda klassann já eða eitthvað svipað allavega einhverja líkamsrækt ekki verða bara að bollu.

En já ég er því miður hræddur um að þetta sé bara eitthvað sem að ég segji og standi síðan aldrei við svo að þeir sem að vilja sjá mig taka mig á þá meira þeir hvetja mig áfram og segja ljóta hluti við mig þangað til að ég byrja að hafa eitthvað vit!



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?