fimmtudagur, desember 23

 

I do alright

Já, útlenska ekki mitt fag.

En já ég sagði brandara í gær sem er nú ekkkert nýtt, en það gerðist eitt nýtt amma sagði jáh þetta var nú dálítið skondið og hló smá. Mamma kippti sér ekki upp við þetta lét eins og að ég segði góða brandara á hverjum degi jafnvel í hverri viku en viti men þarna barsta fékk ég hrós um góðan brandara svo að ég á eftir að vera óþolandi í nokkrar vikur með lélega brandara og þaðan af verra.

Ef að einhver vill kvarta þá er síminn hérna hjá ömmu 5671722.....



En shit það verða líklegast 10 tímar í verslunarleiðangri í dag, en ég fæ að keyra fullt og spóla og vera ógandi á bílastæðum. Hugsanlega fæ ég að bakka á einhvern ef að hann er með kjaft. Bara bíð þangað til að hann fer út bílnum og er kominn inn einhverstaðar þá þrusa ég á blessaðann bílinn hans eða hennar og ég verð á svo ljótum bíl að það skiptir ekki máli enda er það bara Toyota.



Ég ætlaði nú bara að hafa þetta stutt og laggott en viti men það er byrjað að myndast smá svona scroll dæmi hérna hægramegin svo að ég held bara áfram.

Skellti mér útí búð áðan og keypti 3 lítra af ís það var gott, síðan þegar að ég kom heim þá borðaði ég 1.5 lítra af ís sem er helmingurinn af því sem að ég keypti. Mér leið ekkert svo vel það sem að eftir leið af kvöldinu og er ansi hræddur um að ég sé að verða barasta feitur.

En það er ákveðið ef að ég versla ekki utanlandsferð bráðlega þá versla ég líkamsræktarstöðvarkort og ætla að verða massaður, jah ef að það á að taka þátt í Herra Ísland 2006 þarf maður að koma sér í form og já hef aldrei verið í formi svo að kanski sniðugt að athuga hvernig það er.

Ég á bókaðan tíma í klippingu þann 28 desember klukkan 10 um morgun hvernig er þetta hægt, meina að vakna fyrir hádegi þennann blessaða frídag.

Ég hata margt og ég elska margt í augnablikinu get ég ekki valið neitt svo að bara hafið það gott og sofið rótt.

PS Plís hættið að koma með kannanir þar sem að ég neyðist til þess að kjósa sjálfan mig, þetta er að taka frá mér allann tímann sem að ég gæti annars nýtt í eitthvað uppbyggilegt svosem sjálfsfróun eða eitthvað..



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?