miðvikudagur, desember 1

 

Hár

Endalaus hamingja!

Fer í tvö próf, á föstudaginn og síðan er eitt þriðjudaginn 14. des svo að ég kemst snemma í fríið mitt.


Er mikið búinn að vera að velta fyrir mér mismunandi hárgreiðslum og held að málið sé að leggja höfuðið í bleyti mwhahahahhahahahahahahahahahha


Hið ótrúlega gerðist í dag ég henti símanum mínum í gólfið, jáhá Það glæsilega við það allt er að það brotnaði aðeins úr honum en bara úr sumsé frontinum ROKKIÐ LIFIR.

Jéah, Photoshop 8 fyrir mig já takk.

HASTALAVISTABEIBÍ

Nú væri svo mikill lúxus að vera á bíl þar sem að enginn skóli er og maður væri hress og jafnvel til í að skella sér í nokkrar bílferðir hingað og þangað og kanski meira þangað en á hinn staðinn.

Taldi 100 og 50 kallana mína áðan og það gerði saman 6550kr svo að ég er hress og bíð eftir að fá 20.000kr frá landsvirkjun og þá held ég að Nýjar Levis buxur séu mesta forgangsatriðið því að 507 buxurnar mínar eru engan vegin að höndla svona mikla notkun og þær sem að hafa staðið með mér í gegnum súrt og sætt nú í næstum ár eru barasta við það að deyja. En draumurinn er kanski peysa og bolur líka en maður verður að reyna að halda aftur af sér til þess að maður geti hugsanlega lifað eitthvað.


Gleði gleði gleði, ég náði dönsku 212 með loka einkunnina 4.52 og með 85% mætingu vá hvað þetta var tæpt shiiii

Kaldur KALL eða GLANNI eins og Ása elskulegi og góði dönskukennari kallaði það, allavega frábært að ná áfanga án þess að legga neina vinnu í það og ég sem að var nánast búinn að sætta mig við að falla í honum.

Hins vegar er félagsfræði ekki kúl.

Ég hef eingast nýja óvini og eru það allir grunnskólanemar sem að voru í borgó í gær og þá sérstaklega stúlkurnar þær voru ósvífaðar og horfðu barasta eins og þær vildu á mann fylgdu engum reglum, bara störðu nánast og maður þurfti að fela á sér andlitið til þess að horfa ekki beint í augun á alltof ungum stúlkum.



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?