sunnudagur, nóvember 14

 

Gólfrúm

Já, það var magnað ég fór að sofa á föstudeginum með þannig að ég þurfti að spenna hendina og halda mér uppí rúminu og jah býst við að eftir að ég hafi sofnað að ég hafi ekki getað haldið mér lengur í rúminu og datt þess vegna niður á gólf þar sem að e´g lennti ekki á dýnunni sem að átti að vera þar heldur bara beint á gólfið.

Þetta leiddi til þess að ég svaf á gólfinu alla nóttina og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að gera, var með sængina þversum utan um mig lá á hennni og var með hana ofan á mér en fæturnir stóðu út.

En já þetta var alveg frábært og enginn bakverkur eða hálsrígur. Eina slæma var að ég var með svona brunabletti á hnjánum æjæjæj ég notaði broskall í bloggið mitt "hell broke loose" Já, en síðan eignaðist ég líka fallega marið vinstra hné þegar að ég ætlaði að fara í göngu túr með einhverju fólki í gær en ég var náttúrulega hress og labbaði beint á einhvern stóran stóran stein því að það var ekki nógu mikil lýsing, það magnaða var að Hjalti var nýbúinn að labba á sama steininn, liðu kanski svona 20 sec á milli



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?