miðvikudagur, nóvember 3

 

Framtíðin

Jáhá, ég held að ég eigi ekki mjög svo bjarta framtíð.


Já, ég ætlaði að reyna að vera menningarsinni og fylgjast með þessum blessuðu Bandarísku forseta kosningum en ég náði ekki að gera það þreytan kallaði á mig, ætlaði að reyna að læra heima í leiðinni semsé teikna mynd af flösku það endaði nú ekki betur en svo að ég drakk bjórinn og kláraði ekki myndina.

Á ég aldrei eftir að klára neitt bara drekka bjórinn? Hvert stefnir líf mitt?

Allavega með þessu áframhaldi verð ég ekki herra ísland.skyr heldur bara einhver gaur með bjórbumbu hugsanlega í skítastarfi í BT að reyna að selja druslu tölvur til saklausra nýfermdra krakka.

En hvað með það.

Ég hef ákveðið að ég er hættur að senda myndir af mér til annara, nema það sé beðið sérstaklega um mynd af mér. ALlavega til karlmanna, veit ekki alveg með hitt fólkið *blink*

Er orðinn svo massaður að ég gæti lyft einu stykki fíl og skellt honum inní ískáp, get svona kreyst mig og myndað vöðva hnykkla hér og þar, alveg magnað.

Held að ég verði bara fallegastur með því að verða sóðalegri og sóðalegri, já núna ætla ég að reyna að vera frekar sóðalegur og druslulegur svona tjékka hvernig það lúkk hentar mér. Það nefnilega er mjög þægjilegt fyrir mann sem er jafn latur og ég.
Jújú, en helvítis pakk í þessu mötuneyti uppí skóla getur ekki gert það að verkum að ég hafi ekki áhuga á að versla hjá þeim. SKellti mér á langloku, mars stykki og snúð í dag.

Maður verður að borða hollt eftir að maður kemur úr World Class, snúður og mars úfff grenntist ekkert á þessum tíma.

Jáh var að kveikja aðeins á perunni núna, er að vera með þetta sóðalega róna lúkk og já ég er róni sem lærir ekki heima og stundar eitthvað sem rónar gera hmmm



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?