mánudagur, október 25

 

Tveggja turna bæjarferð.

Já, það var gaman á laugardaginn.

Það byrjaði þannig að þetta var saklaust vinnupartý, var allt í óvissu og enginn að kveikja á neinu ekkert stuð í liðinu. Ég náði að skrapa saman yfir 1000kr þar af 60 tíkallar 2 hundrað kallar og 7 50 kallar, frábært síðan var Palli kóngur og splæsti á mann bjór með yfirdrættinum sínum kallinn á líka eftir að fá þetta ríflega borgað til baka. Já stuðið var í gangi eitthvað af fólki en ég og Palli drukknir í miðjunni og voðalega lítið sem gerðist nema við vorum bara fullir og vitlausir, síðan héldum við Palli niður í eitthvað hús niðrí bæj þar sem að áfengið var melt og Palli ældi og drapst nánast og það þrisvar sinnum. Bærinn var rugl í hálfgerðri móðu, jú man eftir einum gaur einhverjum Andra. Fékk far úr bænum með Ægi dýrlingi og kom heim eitthvað stuttu eftir 5 fór í tölvun og var víst eitthvað að reyna að laga útlitið á síðunni, einhvern vegin fór það samt svo að ég náði bara að klúðra því og allt fór í kerfi og ekkert virkaði hvern hefði grunað að það mundi gerast?

Síðan sofnaði ég eitthvað eftir klukkan 8
Var síðan vakinn af gallúp, það var það fyndnasta af öllu.

Gallúp hringir ég vakna, og svara í símann.

" "
hóst hóst halló "góðan dag ég hringi frá gallúp bla bla bla bla" ég segji jájá ég skal alveg taka þessa könnun, meina gæti unnið flugmiða sagði konan.
Ég var náttúrulega alveg skemmdur hás og bara ekki í góðu formi, ég er oft slæmur í að tala í síma og ennþá verri þegar að ég er nývaknaður ég er bara góður þegar að ég er nývaknaður í rúminu og ennþá með áfengi í blóðinu.
Þetta var síðan einhver könnun í sambandi við áfengi, reykingar og vímuefni yfir höfuð ég skammaðist mín frekar og fannst ég vera aljgör drykkjuhrútur þegar að ég var að svara einhverjum spurningum eins og hvenær drakkstu seinast, jááá en ég held samt að sú spurning hafi ekki komið.

Eftir þetta frábæra og endurnýjandi símtal fór ég fram og það var allt með kyrrum kjörum.
öhm ætli ég sé einn heima, jújú það stemmir það er læst og allt í veseni.

Skelli mér í káta sturtu, horfi á formúlu, reyni að komast að því hvað er í gangi í lífinu hjá mér og bara eitthvað rugl.

Já og endaði daginn á því að horfa á Live and let die deaim hvað James Bond er kúl.

Nújá þá er kominn mánudagur, mættur í skólann 7:45 kátur og hress en náði ekki sófa hvað er málið er fólk geðsjúkt!!! Já, ég parkeraði mig fyrir utan bókasafnið um klukkan 8:00 var snöggur að skella mér inn þegar að bókasafnskonan kom og fékk lánaða félagsfræði bókina, ætla sko ekki að láta henda mér út aftur *pirringur* ætli maður þurfi ekki að mæta með bókina til að fá að taka prófið MAE kúkalabbi.

Hangs og síðan lélegur kennaranemi að kenna í sögu shit samt hvað það var fyndið að horfa á hann skjálfa uppi á töflu vorkenndi honum smá, held að ég sé ekki maðurinn í að vera kennari.

júúú síðan var bara einhver skítur í gangi.

Er að velta fyrir mér hvort að ég geti ekki slegið einhver met með leng á bloggi.

Er í mikilli vinnu að skipta um persónuleika og hætta að vera feiminn, ég skal sko segja það að það er auðveldar að skipta um vél í bíl eða eitthvað. Allavega er ég kominn langleiðina.

Er alltaf á leiðinni að fara að klára hlutinn en kem mér aldrei í það, enda bara á því að reyna að koma fólki til þess að trúa því að það sé það sem að það er. Já það eru til sætar stelpur í afneitum. Lýsi hér með eftir fólki til að segja tvíburanum Telmu að hún sé sæt! Og það skitpir ekki máli að vera sætari en einhver annar það er nóg að vera bara sætur eða er það ekki, hefur dugað mér hingað til. *blink* *blink*



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?