föstudagur, október 29

 

Gamli góði síminn minn

Já, ætla bara að halda áfram að skrifa fallegar greinar um hluti sem að ég er hættur að nota.

En já gamli góði síminn minn, Nokia 6310i ég verslaði hann í fríhöfninni í gegnum vinkonu mömmu. Ég hljóp úr Brekkutanga niður í Arkarholt til þess að ná í Heiðar þar sem að hann var að setja hnakka rúðuþurkur á bílinn sinn, og náði að plata hann til þess að keyra mig uppí hafnarfjörð að ná í símann ó hvað það var ánægjuleg tilfinning að fá hann í hendurnar, og já verðið ekki nema 33.600kr svartur og gylltur eðal fegurð í gangi. Já, og ég þurfti ekki bara að borga þessa peninga heldur líka fara á rúntinn í bílnum hjá Heiðari þar sem að hann var nýbúinn að fá sér nýjar rúðuþurkur og já náttúrulega þessar frábæru bassakeilur í skottinu. En já síminn gengdi mér vel og það eina sem að ég hafði útá hann að setja er að eftir að ég hafði verið að nota hann nokkrum sinnum úti í rigningu þá var orðið erfitt að ýta á niður takkann það var ekki gott. En eitt það frábærasta var að ég missti símann allt í allt 5 sinnum á meðan hann var í notkun hjá mér sem er örugglega met, á tveimur árum.
Ég varð fullkomlega ákveðinn í að kaupa mér nýjann síma á landsmóti hestamanna í sumar þegar að ég var drukkinn standandi í mýri að tala í símann og allt í einu flýgur hann úr hendinni á mér ofan í mýrina ég panikka náttúrulega og ríf hann upp, og segji náttúrulega bless ég verð að skella á og rífa símann í sundur. Því að gamli síminn hætti ekkert að vera í gangi eða neitt þó að hann færi í smá bað, síminn var bara frekar skítugur og já frekar mikil mold undir batterýinu og svona en annars var hann bara frábær, notaði hann í einn og háflann mánuð í viðbót og var allann tíman kátur og glaður.

Það frábærasta við síman, var endingin á rafhlöðunni ég þurfti ekkert að hlaða símann í tvær vikur í senn þegar að sem best á stóð, það var frábært síðan var náttúrulega bara gaman að vera með gprs og java stuðning hlutir sem eru nú bara staðalbúnaður í dag en á þessum tíma þekktist ekki. Hversu mikið nörd var maður talinn þegar að maður var að niðurhala leikjum í símann sinn úfff.

En já takk fyrir mig.





<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?