fimmtudagur, október 28
Gamli góði "örrinn" minn
Ég dvaldi löngum stundum í tölvu einni, tölva sú var knúin af 800MHz Duron örgjörva sem að starfaði eins og hetja við mikinn hita og vondar vinnuaðstæður á hann var klesst vifta til þess að hann hreinlega bráðnaði ekki undan álaginu sem að var á hann. Nú nokkru eftir að þessi gamli félagi komst á ellilífeyrinn situr hann enn hérna á borðinu mínu í örgjörva ellilífeyrisþega boxi og horfir á mig nýta nýjann og betri örgjörva ætli hann fynni til minnimáttarkenndar gagnvart honum. Hér eftir ætla ég aldrei að tengjast neinum tölvu íhlut djúpum tilfinningalegum tengslum, þetta er einfaldlega of sárt. Að hugsa sér það að ég eigi hugsanlega eftir að henda blessuðum Duroninum mínum hryggir mig óendanlega mikið, og nógu slæmt var það nú fyrir.