föstudagur, október 29

 

Ég vill ekki vera

Hell yeah..

ALLIR KLAPPA SAMAN HÖNDUNUM, ég er hér með orðinn konungur yfir Íslandi. Ég vaknaði í morgun og það stóð einhver skrýtinn kall í kjólfötum með silfur bakka með bréfi á, ég var nú aldeilis hlessa og spurði hann hvað hann væri að vilja hér í mínum húsakynnum. Maðurinn tilkynnti mér að hann væri hér eftir minn einlægur einkaþjónn og að ég væri orðinn konungur Íslands, hann sagði mér bara að lesa bréfið ef að ég trúði þessu ekki.

Ég hress og kátur labba fram og fer í sturtu og kem fram, tilbúinn að mæta í skólann og þjóninn minn er bara kátur og klæðir mig i fötin. Það er frekar skrýtið að láta annann karlmann klæða sig í nærbuxur en ég er viss um að það eigi eftir að verða frábært þegar að ég kemst upp á lagið með það.

Já, þegar að ég var tilbúinn að leggja af stað í skólann þá var bara hringt á eitt stykki Rolls Royce og hann beið síðan bara fyrir utan og keyrði mig í skólann. En síðan byrjaði síminn minn að pípa á fullu og klukkan var 6:43 og já því miður var þetta bara draumur, en skemtilegur engu að síður.



<

This page is powered by Blogger. Isn't yours?